Þetta var nú meiri helgin, á föstudegi kíktum við á smá Grand ofl.  Komið var heim of seint.
 Á laugardegi var júróvisíón og of mikið drukkið og of lítið sofið osfrv.
 Þetta þýddi að menn áttu slæman sunnudag og slæman mánudag.  Já aldurinn færist hratt yfir mann, í gamla daga hefði maður leikið sér að þessu og verið orðinn spenntur fyrir næstu helgi á mánudegi.
 Sést á blogginu að jói er komið með nýtt habbý - maður sér nýja ljósmynd á degi hverjum næstum því.
 Annars datt pústið undan bílnum á föstudag og það tók 20 þús. kr. að laga það helv.....
 Ég held að það fari að vera kominn tími á að skipta út bílnum, meira draslið sem þetta er að verða.  Spurning hvort maður fái sér ekki rútu eins og sumir.  
	 |