mánudagur, maí 19, 2003
|
Skrifa ummæli
Fín helgi að baki. Fór á árshátíð AGR á laugardaginn og Sonja kom með mér, sem er gott.

Er komin heim með gagnvirkt sjónvarp ... er í einhverju tilraunaverkefni og er því einhverskonar tilraunadýr. Ég get því núna tengd lyklaborð við afruglarann og farið á netið í sjónvarpinu. Eins er stafræn myndbandaleiga í þessu, og get ég valið og horft á margar nýjar myndir eins og Simone o.flr. Nokkuð flott hvað hægt er að gera í þessu djúnksbúnxi.

Ég held að ég sé að fá algjöra stafræna ljósmyndadellu. Er kominn á kaf í myndavélapælingar og eins er ég byrjaður að pæla mikið í hugbúnaði sem snýr að því eins og ACDSee og Photoshop. Ætla mér að verða magnaður í að taka og vinna ljósmyndir.
Er búinn að skoða mörg forrit til að halda utanum myndir og virðast þau öll hafa einhverja galla. ACDSee virðist samt vera nokkuð gott en það versta við það er að það er ekki hægt að raða myndum eftir dagsetningu sem þær voru teknar á (þ.e. EXIF dagsetninguna inni í myndinni). Ég hef samt ákveðið að nota það forrit því það virðist vera nokkuð öflugt í flestum hlutum.
Núna vantar manni bara stórt pláss einhverstaðar á netinu til að setja inn myndir. Málið er samt að það virðist vera mjög dýrt að leigja svona pláss þannig að það verður kannski bið á því að heimurinn fái að njóta minna mögnuðu mynda (mmm). Ætli ég skjóti samt ekki einni og einni mynd hérna inn eins og ég hef gert undanfarið.
Sony DSC-717 er að gera fína hluti og er ég búinn að kaupa mér svona eBook, sem er 250 síðna bók í .pdf skjali um vélina. Þar er kennt í miklum smáatriðum hvernig á að taka magnaðar myndir og er þetta allt í lit og virðist hafa verið nokkuð góð kaup.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar