þriðjudagur, maí 20, 2003
|
Skrifa ummæli
Tók mér frí í gær og notaði tímann til að hjóla svolítið um bæinn og uppgreidaði hjólið mitt, þ.e. bætti á það hraðamæli, bjöllu og flöskustandi ásamt flösku úr gæðaáli, svo nú ætti ég að vera nokkuð góður fyrir lengri hjólatúra. Er einnig að spá í að skella mér á bögglabera með teyjum og jafnvel lítilli tösku fyrir smáhluti, eins og auka slöngu og bætur og svoleiðis dótarí. Svo skellti ég mér í Veiðihornið og keypti mér svolítið af fluguhnýtingarefni og var svo í gærkvöldi að hnýta flugur og horfa á lokaþáttin í Survivor.
Í dag er ég svo bara aftur kominn í vinnuna og ekkert meira um það að segja, nema að nú veit ég að það eru 2,5 km í vinnuna og ég var 10 mínútur að hjóla þetta, þökk sé nýja hraðamælinum.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar