laugardagur, maí 31, 2003
|
Skrifa ummæli
Ég tók mig til klukkan 03:37 í nótt og hjólaði út á Seltjarnarnes, en þar átti myrkvinn að sjást best. Þar var fjöldi fólks í góðum fílíng og stóð út í rigningunni og var þetta bara ágætis samkoma fólks með áhuga á rigningu. Þar var t.d. einhverjir kvikmyndagaurar og tóku nærmyndir af öllum sem að voru þarna. Svo þegar klukkan var orðin passlega margt og fólk orðið gegnsósa af rigningunni þá var kominn tími til að halda heim á leið. Davíð og Daníel buðu mér far heim (þetta voru bara einhverjir strákar sem ég var að tala við á meðan þessi stórmerki viðburður átti sér stað) og vorum við sammála um að þetta hafi verið alveg rosalega tilkomumikið.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar