Já, Ísland er nú ekki svo slæmt:
Úr mbl:
Þriðja árið í röð er Noregur í efsta sæti á lista Sameinuðu þjóðanna yfir þau lönd þar sem lífsskilyrði eru best. HDI listinn er gefinn út árlega og nær til 175 þjóða. Mikla athygli vekur að Ísland er komið í 2. sæti listans í stað Svíþjóðar en við vorum í 7. sæti á síðasta ári.
Tölfræðilegu gögnin sem liggja að mati listans eru frá árinu 2001 en opinberlega verður skýrslan kynnt á þriðjudag. Meðal atriða sem ráða mestu um röðun landa á listann eru lífslíkur, menntun, læsi og tekjur á mann. Röð efstu þjóða var þessi: Noregur (0.944), Ísland (0.942), Svíþjóð (0.941), Ástralía (0.939). Því næst komu Belgía, Bandaríkin og Kanada, öll með 0.937 stig.
|