sunnudagur, júlí 06, 2003
|
Skrifa ummæli
Já, Ísland er nú ekki svo slæmt:

Úr mbl:
Þriðja árið í röð er Noregur í efsta sæti á lista Sameinuðu þjóðanna yfir þau lönd þar sem lífsskilyrði eru best. HDI listinn er gefinn út árlega og nær til 175 þjóða. Mikla athygli vekur að Ísland er komið í 2. sæti listans í stað Svíþjóðar en við vorum í 7. sæti á síðasta ári.

Tölfræðilegu gögnin sem liggja að mati listans eru frá árinu 2001 en opinberlega verður skýrslan kynnt á þriðjudag. Meðal atriða sem ráða mestu um röðun landa á listann eru lífslíkur, menntun, læsi og tekjur á mann. Röð efstu þjóða var þessi: Noregur (0.944), Ísland (0.942), Svíþjóð (0.941), Ástralía (0.939). Því næst komu Belgía, Bandaríkin og Kanada, öll með 0.937 stig.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar