Keypti mér hjól í gær, en það heitir Trek 4100, og er álhjól með olíudempurum að framan. Fékk það á ágætis kjörum því það átti að kosta 47.000- en ég fékk það á 35.000- með standara og brettum. Ég bætti síðan við það brúsa og brúsahaldara, hraðamæli, lítilli tösku undir hnakkinn og hraðamæli. Þetta var því pakki upp á tæplega 40.000- krónur.
Síðan var hjólað niður í bæ og borðað með Ánna, EE og Hjölla úti í góða veðrinu (man ekki hvað veitingastaðurinn heitir) og síðan var hjólaður hringur með viðkomu á ilströndinni (c.a. 15 kílómetrar hjólaðir). Síðan var bara farið heim í sturtu og farið að sofa.
Ég vill þakka Hjörleifi fyrir að hafa verið sérlegur ráðunautur minn í þessum málum og einnig fyrir að hafa hjálpað mér við að setja hraðamælirinn á hjólið.
|