Köfunin
Fyrsti tíminn í lauginni (og jafnframt sá síðasti, þar sem að allar æfingarnar voru teknar á einu bretti) var bara þrusu fínn. Við vorum þrjú ásamt kennaranum. Byrjað var á því að synda 200 m og skipti þar ekki máli hvernig þú gerðir það eða hversu lengi þú varst að því. Eftir það þurftum við að troða marvaðann í 10 mínútur og þá var öllum þrekæfingum lokið og hægt að snúa sér að köfunaræfingum. Þetta byrjaði allt mjög rólega og vorum við fyrst bara látin anda í smá stund í kafi og að synda aðeins með snorkelið og svo var farið og gert svolítið meira krefjandi æfingar, t.d. finna hvernig það er þegar loftið klárast (þá er bara skrúfað fyrir loftið á kútnum) og maður verður að gefa það til kynna að maður sé loftlaus og þá fær maður bara varalungað hjá þeim sem maður er með. En svona á heildina litið þá voru allir bara mjög sáttir og næsta skref er því bara að hoppa út í sjó og gera æfingar þar og taka eitt skriflegt próf og þar með er þetta komið.
Þar sem að einn nemandinn er að flytja til útlanda núna í þarnæstu viku þá var ákveðið að klára prógramið með henni í vikunni, en ég reikna með að klára þetta bara núna í næstu viku.
|