þriðjudagur, júlí 22, 2003
|
Skrifa ummæli
Fór til Þingvalla með strákunum á föstudag - EE keyrði okkur þangað og skildi okkur eftir. Við fórum í 3 klst langa göngu það kvöldið og var þetta hið fínasta kvöld.
Daginn eftir vöknuðum við og settumst út í brennandi sólinu - í 4 klst amk.
Þegar heim var komið var ég orðinn vel brunninn og er enn að súpa seyðið varðandi það. Ég var orðinn bleikur á lit á bringu og öxlum og beið ég bara eftir því að fara úr ham.
En vel smurður þessa síðustu daga þá er þetta nú að lagast, þó er hægri bringa og öxl enn mjög aum - ætti að vera orðinn fínn á morgun vonandi.
En vegna gífurlegs bruna hefur maður haldið sér innandyra síðan - þó kíkti ég á seinni hálfleik FH-Val í gær þar sem FH vann 1-0 og eru því komnir í undanúrslitin í bikarnum.
Stefnan út vikuna er lítil - ekki margt sem ég ætla að gera, þó stefni ég á að fara út að borða á fimmtudag (7 ára afmæli mín og EE) og síðan á að skella sér á Dúndurfréttir um kvöldið með strákunum.
Stefni svo að því að taka mér frí á föstudag í vinnunni og slappa af - löng helgi. Það ætti að vera lítið mál þar sem verksmiðjan er lokuð í tvær vikur og því afskaplega rólegt hér.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar