Í gær var farinn risa hjólatúr - byrjaði á því að hjóla flóttamannaveginn og í gegnum Garðabæinn, þegar ég var kominn til baka í fjörðinn, nánar tiltekið við Fjarðarkaup þá hringir síminn. Bubbi hringdi þar sem ég hafði spurt hann fyrr um daginn hvort hann væri til í hjólatúr - nú hann sagði að hann væri alveg til í það þ.a. ég sneri við og hjólaði upp á Arnarnesið og náði í Bubba. Þaðan var haldið í Garðabæinn og nýja hverfið hringsólað þar sem ég hitti einn yfirmanna minna í göngutúr.
Nú ekki létum við staðar numið þar og var farið upp í norðurbæ Hafnarfjarðar og var hann þræddur - þaðan var haldið niður á Víðistaði og upp á hraunin þar til eftir 2 klst stanslausan hjólatúr að ég sagðist þurfa fara heim og heim var hjólað.
Vel þreyttur í veiku löppinni í dag og var vel þreyttur í afturendanum eftir þennan túr. Nú ekki var látið staðar numið þar, haldið var í 10 bío á Hulkarann - hittum þar Jóa og Hjölla í bíó (þeir nýkomnir úr afmælisveislunni hans Jóa á Ruby). Ég náði að geispa um 30-40 sinnum yfir myndinni, ekki það að hún var svo leiðinleg, en hún var nú nokkuð róleg og tók tíma að komast í gang.
EE sagði að Hulkarinn hafi bara verið sætur þegar hann reiddist svona mikið - dúlla var held ég orðið sem var notað. Ég ætla nú ekki að bæta neinu við það, nema að Jennifer Connelly er nú með fallegri leikkonum í Hollywood þessa dagana.
Þegar ég reyndi að vakna í morgun leið mér eins og það hefði verið keyrt á mig - dauðuppgefinn, já aldurinn færist yfir mann.
|