Í gær var tekinn fínn hjólatúr - við keyrðum niður í nauthólsvík og lögðum bílnum þar, hjóluðum svo út Ægissíðuna og upp á Seltjarnarnes - hjóluðum þaðan niður í miðbæ þar sem var borðað og slappað af.
 Síðan hjóluðum við út í nauthólsvík í fríðu föruneyti - endaði kvöldið svo á því að ég ákvað að hjóla heim þaðan og tókst það á 40 mín.
 Yfir þennan dag var hjólað yfir 20 km - en nú þarf ég að kaupa hraðamæli og vegalengdarmæli til að sjá hvað ég er duglegur.
 Í lokin vil ég bæta við að ég fékk þurrkaðar rækjur frá Grænlandi í morgun - mjög góðar.  
	 |