Fór í Skorradalinn á föstudagskvöldi - borðaði pulsur með fjölskyldu EE og drakk brennivín, ágætis kvöld, gott veður osfv.
Vaknaði snemma eins og ávallt í útileigum (þó svaf ég í tjaldvagni sem var miklu betra en helv... tjald), borðaði morgunmat og hélt á golfvöll við svínavatn, tók þar 9 holur með stæl, enn jafn góður eftir 10 ára hvíld.
Þegar við vorum í golfinu byrjaði aðeins að hvessa og rigna, en við héldum ótrauðir áfram og í lokin endaði ég ekki fyrstur en ekki síðastur.
Haldið var upp í tjald, þar var étið á sig gat, grillaðar kjúklingabringur og meðlæti. Þá var byrjað að rigna og því var búinn til himinn sem við gátum sullað undir án þess að verða sulluð.
Þetta endaði þó á rólegum nótum þar sem undirritaður fór snemma í háttinn og vaknaði snemma við ausandi rigningu á sunnudagsmorgni.
Það sem bjargaði þessu öllu var þó að hitastig var ávallt við 15 stig og því hlýtt og gott.
Ágætis ferð - en fyrir lítinn útileigukall eins og mig þá var þetta þrekraun og eru menn þreyttir í dag :)
|