Já, þú hefðir átt að gera meira grín af mér, Hjölli minn, þegar ég fór í buxurnar og snéri stólnum þannig að ég væri í skugga! :-)
Annars er ég að spá í að fjárfesta í c.a. 200 GB utanáliggjandi hörðum disk á næstu mánuðum. Ég ætla að geyma MP3 tónlist og myndir á þessum disk og kannski bíómyndir. Síðan get ég bara tengd hann við laptop tölvuna heima, sem verður tengd við heimabíóið og verið þarna með þúsundir laga.
Síðan er ég líka að spá í að kaupa mér góðan litprentara í haust, og kemur Canon i950 til greina. Er samt ekki alveg búinn að ákveða hvort ég kaupi mér A4 eða A3 prentara. Merkilegur verðmunur á milli Íslands og USA. Canon i950 kostar 18.000- krónur hjá Amazon en 49.900 í tölvulistanum. Þetta er munur sem er alveg út úr korti og sendi ég því fyrirspurn á tölvulistann og spurði þar hvort það geti passað að það sé svona mikill verðmunur og hvort þetta sé örugglega rétt verð á vefsíðunni þeirra. Það verður gaman að heyra hverju/hvort þeir svara.
Pælingin er að prenta út bestu myndirnar í A4 og þær sem eru góðar nokkrar saman á síðu, og búa til flott myndaalbúm, þannig að myndirnar séu ekki bara inni á tölvunni.
|