miðvikudagur, júlí 23, 2003
|
Skrifa ummæli
Ja, mér fannst Hulk nú bara ekki nógu góð og var ég alls ekki nógu ánægður með hana. Gef henni eina og hálfa drulluköku af fjórum mögulegum.

Annars drukkum við Hjölli bjór úr nokkuð flottum bjórglösum á Ruby Tuesday og spurði ég afgreiðslustelpuna hvort ég mætti eiga þau, því ég ætti afmæli. Það var víst ekki hægt en ég fékk að eiga öðruvísi glas sem var ekkert spennandi. Ég fór því beint á netið, eftir matinn og fyrir bíóið, og leitaði þar að svipuðum glösum og pantaði samtals sex glös. Frekar steikt þegar maður spáir í þessu eftir á .... hverskonar menn hafa áhuga á glösum???? Þetta kostaði samtals 30 dollara og vonandi er þetta áræðanleg netverslun, sem ég hef ekki hugmynd um því að ég hafði ekki heyrt nafnið á henni áður.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar