mánudagur, júlí 21, 2003
|
Skrifa ummæli
Þingvallaferðin var hin ágætasta og fengum við alveg súper dúper gott veður og það var svo gott að ef til er eitthvað sem heitir of gott eða eins og sagt er það væri bara verra ef það væri betra, þá var þetta einmitt svoleiðis veður. Sól og logn og brennandi hiti í orðsins fyllstu merkingu. Við vorum komnir heim eitthvað um 5 leitið á laugardaginn og það fyrsta sem ég gerði var að fara út í sjoppu og kaupa mér after sun krem og lá svo bara með blautt handklæði yfir mér allt kvöldið og einnig skellti ég mér í tvær ísssskaldar sturtur (notaði ekkert heitt vatn) og stóð í þeim í nokkrar mínútur í hvort skipti. Fór svo bara að sofa rétt fyrir miðnætti, en svaf nú ekkert allt of vel. Var enn svo heitt að ég gat aðeins sofið á bakinu og var með blauta handklæðið yfir mér og vatnskönnu til að bleyta það inn á milli þegar ég vaknaði (á klukkutíma fresti). Svona leið nú nóttin og fór ég á fætur um 9 leitið, settist upp í sófa og horfði á golf í sjónvarpinu og svo á formúluna og svo aftur á meira golf allan daginn (enda var sól og gott veður úti og því bara rugl að æða út í svoleiðis veður). Ekki þarf að taka það fram, en ég geri það nú samt að blauta handklæðið var besti vinur minn þennan daginn.
Um kvöldið kom Bjarni í heimsókn og fórum við á Terminator 3 sem var bara ágætis skemmtun (sprengingar og slagsmál eins og í fyrri myndium, alveg eins og það átti að vera). Kom heim úr bíóinu klukkan rúmlega 1 og fór bara beint að sofa og tók blauta handklæðið með, en var þól orðinn mun betri en ég var nóttina áður og svaf ég bara nokkuð vel í nótt (vaknaði bara tvisvar, en svaf þó á bakinu alla nóttina). Í dag er veðrið mjög gott, en brennuvargar eins og ég kunna ágætlega við svona úða.
Í dag fer ég svo í fyrstu köfunina og fer hún fram í sundlauginni í Hveragerði, vonandi að það verði ekki mjög óþægilegt þar sem að axlirnar eru enn frekar aumar, en ég bít bara á jaxlinn skelli mér í þetta.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar