föstudagur, júlí 18, 2003
|
Skrifa ummæli
Nýtt hraðamet var slegið á hjólinu í gær en ég náði 57 km/klst hraða niður Suðurbrautina í Hafnarfirði, en kafarakennarinn minn og ég fórum yfir verkefni og svo tók ég 4 skyndipróf úr efni bókarinnar í gær og stóðst þau með ágætum, en var þó með 4 villur af 40 spurningum (en með smá rökræðu tókst mér að sannfæra hann um að svörin við sumum spurningum gætu verið fleiri en eitt og færði fyrir því ágætis rök, ég held bara að ég hafi horft of mikið á ameríska lögfræðiþætti á Skjá einum). Eftir heimsókn til kennarans fór ég í mat til mömmu og pabba og hjólaði svo síðar um kvöldið heim og þar á meðal niður Suðurbrautina þar sem fyrrnefnt hraðamet var slegið og vona ég bara að löggan sé ekki að lesa þetta blogg, því þetta var að sjálfsögðu ólöglegur hraði svona innanbæjar.
Í næstu viku verður svo buslað í sundlauginni í Hveragerði með kennaranum og 2 öðrum nemendum og svo tek ég einnig lokaprófið, en áður en það gerist þá verð ég að horfa á 3 klukkutíma langt myndband (þetta er sennilega versti tími ársins til að glápa á vídeó og það í 3 klukkutíma). En það góða við þetta er að það er nú líklegast bara ein vika þar til að ég fæ köfunarréttindi og þá er bara eftir að spreða yfirdrættinum í kaup á kafaragræjum og hoppa svo útí.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar