föstudagur, júlí 18, 2003
|
Skrifa ummæli
Jamm, gærkvöldið var fínt. Ég lagði af stað í Garðabæinn kl. 17:30 á hjólinu og fór frekar langa leið, enda tók þetta mig klukkutíma. Það beið eftir mér ískaldur Coronita bjór, sem rann hratt niður, þegar ég loksins náði áfangastað mínum (ásahverfi í Garðabæ). Klukkan 21 lagði ég síðan af stað heim og þá var ég búinn að drekka 4 bjóra, borða tvo hamborgara og tvo ísa, og heimferðin tók mig 55 mínútur. Þegar ég kom heim biðu mínir tveir geisladiskar í póstlúgunni, og þakka ég Hreiðari hinum gjafmilda kærlega fyrir þá. Síðan var bara sturta, smá sjónvarp og smá lestur áður en ég fór að sofa.
Já, nokkuð margar kaloríur sem fóru inn um munninn í gær og nokkuð ljóst að kvöldið hefur ekki komið út á sléttu. Núna er ég að drepast í rassgatinu og því ætla ég að hvíla hjólið næstu daga.

Smá fyrir Sigga: Ég var frekar þreyttur á leiðinni þegar ég fór upp brekkur og þurfti að reiða hjólið tvisvar hvora leið. Andleg líðan var ágæt þegar ég loks komst á áfangastað og líkamleg líðan mjög fín þegar ég var búinn með fyrsta bjórinn. Ég var ekki á því að hjóla til baka, enda bað ég Pálma og frú um far, en eftir annan bjór ákvað ég að kíla bara á þetta. Andleg líðan var líka mjög góð þegar ég var kominn heim og það var sáttur lítill Jói sem fór að sofa.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar