Var að skoða 100 verstu myndir samkvæmt imdb - ég held að ég sé búinn að sjá yfir 50% af þeim. Sennilega er ég búinn að sjá stærra hlutfall af 100 verstu myndunum en ég er búinn að sjá af 100 bestu myndunum...
Virðist alltaf hafa verið sucker fyrir þessum lélegu myndum.
Hitti Bjögga í gær - hann er orðinn stoltur faðir af 4 mánaða dóttur sem er nefnd Guðrún Þóra Björgvinsdóttir. Nýbúinn að kaupa sér íbúð í vesturbænum og vinnur hjá mbl sem blaðamaður - já drengurinn er að gera fína hluti.
Annars er litli bróðir að skríða til landsins í dag - ætlar að koma hingað upp úr 16:30.
|