Hér koma tónleikar sem ég væri til í að fara á - hvað segið þið strákar?
Þetta er á Grand Rokk - en möguleiki er að fara á Sunnudeginum líka - en þá eru aðrar upphitunarhljómsveitir.
Mastodon
12 Júlí 2003
Mastodon
Brain Police
Dark Harvest
Þetta er sveitin sem MTV.com sagði eftirfarandi um: "MASTODON could be considered the second coming of Metallica and Rush combined, and nobody who's seen them live could counter that opinion. "
Mastodon kemur frá Atlanta í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum en þetta er sveit sem er að skapa sér gríðarlega virðingu meðal rokkáhugamanna fyrir ofurmannlega þétt live-show og óaðfinnanlega og flókna spilamennsku. Sveitin er m.a. skipuð fyrrum meðlimum sveitarinnar Today is the Day og gaf út EP plötuna Lifesblood fyrir tveimur árum (2001) á hinu virta Relapse Records. Sú plata setti allt á annan endann í hinum bandaríska neðanjarðar rokkheimi enda hefur sveitin verið að spila út um gervöll Bandaríkin síðan.
Strax næsta ár (2002) kom svo út fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Remission, og þá var ekki aftur snúið. Ekkert nema framúrskarandi umsagnir úr öllum áttum og komment, líkt og frá mtv.com hér að ofan, gefin á sveitina (sjá linka á nokkrar umsagnir neðst). Það var því engin tilviljun að sænsku snillingarnir í The Haunted fengu sveitina til að opna fyrir sig á Evróputúr sínum núna í vor. Eftir örstutt hlé, er Mastodon aftur á á leiðinni til Evrópu, að þessu sinni sem headliner...
Ekki fyrr búnir að snúa öllu á annan endann með aðstoð The Haunted, að þeir eru mættir aftur til að endanlega rústa Evrópu og þar með talið Reykjavík!
Meðal hljómsveita sem Mastodon hafa spilað með má nefna sveitir eins og: Queens Of The Stone Age, Morbid Angel, Cannibal Corpse, Eyehategod, Keelhaul, Burnt by the Sun, The Fucking Champs, High on Fire, Hatebreed og Cephalic Carnage ásamt fleirum.
Linkur : www.dordingull.com/tonleikar/