Jamm, ég lenti líka í þessu en líklegast ekki jafn mikið og strákarnir, því ég hafði vit á því að snúa mér frá sólinni áður en ég brann til helvítis. Er samt frekar rauður á maga, fótum og upphandleggjum og var aðeins rjóður í andliti. Mér sveið í fætur og upphandleggi en ekkert það mikið að ég þyrfti að kæla þetta eða slíkt. Upphandleggirnir voru nú samt helv... rauðir, en maður lærir bara af reynslunni (not).
Merkilegt að við strákarnir vorum í tvær vikur á Kýpur með viðkomu í Egyptalandi (í 42 stiga hita) og notuðum aldrei sólarvarnir og brunnum ekki neitt. Segir kannski meira en mörg orð um það hvað við vorum að gera í þessar tvær vikur.
|