föstudagur, júlí 18, 2003
|
Skrifa ummæli
Á meðan veðrið er svona gott er erfitt að halda sér innandyra. Í gær kom ég reyndar seint heim, þ.e. að verða 18.00, þá var hjólið tekið út og rúntur um Hfj tekinn.
Hjólaði ég við á videóleigu og tók stáltryllirinn Half Past Dead með Steven Seagal, það er hægt að segja að ég hafi vitað hvað ég fót útí og sveik það ekki. Myndin fær 1,5 stjörnu af 4.

Spáin lítur nokkuð vel út fyrir helgina, þó gæti rignt aðfaranótt sunnudags, spurning hvort maður skelli sér í smá útileigu eða taki slembibullsdag í miðborginni og upplifi drauminn um risabjórinn á Kaffibrennslunni.
Já möguleikarnir eru miklir á þessum góðviðrisdögum.

Annars eru allir í fríi þessa dagana og því detta öll verkefni á mitt borð, ég hef verið í því að panta inn þjónustumenn til að calibrera tæki og tól í verksmiðjunni, tók að mér verkefni fyrir viðskiptaþjónustuna osfr.
En nú er loksins allir á leið í frí - Árni verður einn í húsinu næstu 2 vikurnar (næstum því) og þá verður kátt í kotinu.

    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar