mánudagur, júlí 14, 2003
|
Skrifa ummæli
Í gærkveldi var farið á tónleika með hljómsveitinni Mastodon! Meðalaldurinn inni var um 16 ára og small ég mjög vel inn þar, þó leit EE út fyrir að vera aðeins eldri en 16.
Eftir að hafa slæpst allan daginn heima (sem var mjög gott) var ákveðið að rífa sig af stað um 21.00 (tónleikar áttu að byrja kl. 20.00 með 3 upphitunarhljómsveitum) - um leið og ég gekk út, komu bakkabræður í heimsókn með gjöf - 100 Brunchar - sem ætti að koma að notum.

Nú ég fór á tónleikana og þá voru þegar Charger og Brutal búnar að spila, en Forgarður Helvítis var að byrja og spiluðu þeir þétt dauðarokk. Þeir voru nokkuð þéttir og gerðu hlutina ágætlega, ég er þó ekki mikill dauðarokkari en hef alltaf gaman af svona. Tattúið á bakinu á söngvaranum var ansi magnað.
Jú þessir tónleikar fá alveg 2 stjörnur af 5.
Klukkan 22.00 steig Mastodon á svið og það var engin lýgi sem maður hafði lesið, trommarinn var hreint magnaður, þriðja löppin og þriðja höndin virtust vera að verki.
Mastodon voru ágætir, ég þekkti ekkert til þeirra og því runnu sum lögin saman, ein inn á milli rokkuðu þeir mjög vel og náðum skemmtilegum takti - þungur og góður.
Þessir tónleikar fá 3 stjörnur af 5. Þeir voru mjög ánægðir með veru sína á Íslandi og virtust fínir gaurar.

Eftir þetta fór ég aftur að hugsa um hvort innflutningur á tónlist sé eitthvað sem ég ætti að skoða nánar - hef velt þessu fyrir mér mjög alvarlega síðustu 3 árin, þ.e. eftir að ég kom heim frá DK.
En líklega verður þetta bara draumur, ég er enginn Hjölli og Jói sem fara bara og fjárfesta í því sem þeir hafa áhuga á.

Það væri ansi cool að vera gaurinn sem flutti SY inn!!
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar