fimmtudagur, júlí 17, 2003
|
Skrifa ummæli
Nú er maður kominn tilbaka heim í Kolding eftir langt og strangt ferðalag.

Það var byrjað á kaupmannahöfn og þaðan farið á hróaskeldu sem tókst með eindæmum vel í ár, virðist bara verða betri og betri með hverri hróaskeldu sem maður fer á, svo nokkrum dögum eftir hróa var tekin skyndiákvörðun og farið til Svíþjóðar að heilsa uppá tengdó, nokkuð gott þar, sérstaklega í 35 stiga hita og sól, en það var gerður allur andskotinn, minigolf, farið á ströndina, djammað með svíavitleysingum, farið á Hulk í bíó, og síðast en ekki síst var gamblað, prófaði í fyrsta skipti á ævinni að gambla (og það á djamminu, mind you), en spilað var BlackJack og stóð mig nokkuð vel bara, reyndar lítill vinningur en í plús þó........ mikið gaman það....

En þetta ferðalag stóð í 3 vikur samtals og er það meirinóg fyrir mig, reyndar var það ekki mikið sem beið mín hérna nema reikningar og vandamál....:(
Og er helsta málið núna að ég verð að losa mig við bílinn, þarsem að ég er búinn að tala við tollinn hérna og þeir meta hann í hærra lagi sem þýðir að ég þarf að borga toll uppá rúmlega 230.000 kr. takk fyrir, sem segir sér sjálft að ég ráði ekki við, enda á ég 3 mánuði eftir í afborganir af upprunalega láninu sem ég tók fyrir 2 og hálfu ári síðan fyrir bílinn. Nokkuð ljóst að þetta gangi ekki upp, þarsem ég þarf nánast að kaupa bílinn uppá nýtt, (ekki það að ég er tilbúinn til að gera nánast allt til að halda bílnum vegna þess að hann er alger snilld, en þetta ræð ég bara ekki við, fyrst og fremst fjárhagslega).

Þannig að ef einhverjum langar í bíl, þá er ég hérna með Toyota Corolla GSI 1.6 (um 116 hestöfl) árgerð 1991, með álfelgum, topplúgu(rafdrifin) og geislaspilara, keyrður 178.000km. Hefur aldrei neitt vesen síðan ég keypti hann fyrir tæpum 3 árum síðan......(nema mín óheppni bara, svo þið vitið það...:)) og selst ódýrt þaraðauki (finnst mér allavega).

Annars er allt bara ágætt að frétta, svona fyrir utan vanalegu vandamálin.........:)

Over and Out.....
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar