föstudagur, júlí 11, 2003
|
Skrifa ummæli
Var að uppfæra hjólið mitt í gær. Nú er ég búinn að fá mér bögglabera sem festur er með aðeins einni skrúfu, helvíti þægilegt það. En ég lét ekki þar við sitja og keypti mér einnig litla tösku (undir ýmislegt smádót, lykla, veski o.þ.h.), en úr því að ég var byrjaður á þessari eyðslusemi þá bætti ég bara við 2 töskum í viðbót til að hengja utaná bögglaberann og svo vantaði mig einhver tól til að skrúfa böglaberann á hjólið svo ég keypti mér svoleiðist tól og bætti svo öðru við bara svona til að geta skrúfað eitthvað fleira á hjólinu.
Sæll og glaður hjólaði ég heim á nýjustu uppfærslunni minni.
Þegar heim var komið þá þurfti ég náttúrulega að prófa að skrúfa eitthvað á hjólinu. Svo ég byrjaði á því að stylla bremsurnar og eru þær mun betri núna (þ.e. núr er ég ekki bara með afturhægju, heldur afturbremsu), svo var ég ekki alveg ánægður með styllinguna á gírunum. Ég fór því að eins að prófa að skrúfa þar líka (klukkan var orðin u.þ.b. miðnætti). Gírastyllingin var aðeins flóknari og ef eitthvað var þá versnaði þetta bara alltaf meira og meira og ég gat bara ekki með nokkru móti komið þessu aftur í lag og var bara farinn að hafa smávegis áhyggur af þessu, en ég er nú þrjóskur með eindæmum og eftir tveggjatíma fikt í gírstyllingum var ég orðin sáttur (og tókst að stylla gírana þannig að þeir eru betri en þeir voru fyrir). Klukkan var líka farin að ganga 3 og því tími til kominn að fara að sofa.

Nú er ég semsagt að verða klár í slaginn að hjóla til Þingvalla, en ég kem svefnpoka og bívakknum mínum ásamt regngalla í aðra töskuna á bögglaberanum. Núna get ég semsagt hjólað út um allt með slatta af drasli meðferðis án þess að þurfa að burðast með bakpoka sem gerir mann bara enn sveittari en þörf er á.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar