Þá fer loksins að koma að því að það komist einhver skriður á köfunarmálin.  Um leið og ég var búinn í rúmlega viku fríi (með Jóa á Vestfjörðum) þá fór kafarakennarinn í viku frí (og fór hringinn í kringum landið), en nú er hann kominn úr fríi og verður hafist handa núna í vikunni og buslað eitthvað í sundlaug og svo ætti væntanlega að vera hægt að klára þetta í næstu viku (en þetta eru nú bara svona getspár).
 Spurning hvort maður ætti að skella sér í sund á eftir til að rifja upp hvernig á að synda, en síðast fór ég í "sund" með  Jóa og Ánna á Hólum 
	 |