fimmtudagur, júlí 31, 2003
|
Skrifa ummæli
Fór til tannlæknis um daginn - hann sagði mér að nóg væri nú á að taka, þetta var á fimmtudag fyrir viku síðan. Ég fór nú aðallega vegna einnar tannar sem var búin að angra mig og þetta var fyrsta sinn í 5-6 ár sem ég fór. Nú ég komst af því að flestar tennur mættu nú við smáviðgerðum, hreinsun osfrv.
Nú þar sem þetta var ungur strákur (um 30) og hann spurði hvort ég vildi láta gera þetta strax á fimmtudag (kl. 15:30) eða bíða þar til vikunni eftir þar sem hann var á leiðinni til Akureyrar. Ég sagði ok - geymum þetta en ég vil ekki mæta á mánudag þar sem þú verður sennilega enn þunnur eftir þriggja daga fyllerí (30 strákur - ég dró að sjálfsgögðu ályktun út frá reynslu minni). Nú ég mætti á þriðjudag og var það ekki skemmtileg lífsreynsla, en bjóst ég svo sem við því þar sem allir hata tannsa nema Bill Murray.
Hann boraði, deyfði og ég var skrýtinn, paranoid og aumur í kjaftinum í 2 daga og til að toppa þetta á 2 degi fann ég fyrir einhverri skoru í framtönn og panickaði og hljóp til hans aftur í dag kl. 13 þar sem gömul lagfæring hafð aflagast eitthvað og lagaði hann þetta á 5 mín og þar með lauk 24 tíma panic og paranoid kasti mínu og ég get aftur farið að einbeita mér.
Þetta kostaði mig 18 þús kall... og sé ég fram á að borga mánaðarlaun til að laga allar tennurnar. NB! ég reyki ekki þ.a. ég vil ekki hugsa um hvernig þær hefðu litið út ef ég gerði það - sennilega brunarúst og ég þegar farinn að skoða gervigóma og falskar og jafnvel gulltennur.

Þrisvar til tannlæknis á einni viku - þetta er vika sem ég vil ekki upplifa í bráð - en fer þó aftur 11 ágúst til að halda þessu áfram. Ég sagði líka við tannsann minn þegar ég kom til hans kl. 13 að hann væri síðasti maður sem ég hefði viljað hitta núna (no offence) og hann glotti bara og dró fram borinn og hló tryllingslega.
Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta hér niður er sú að eftir 10 ár ætla ég að grafa þessa sögu fram og sína krökkum mínum að faðir þeirra hafi staðið sig eins og hetja þegar hann var ungur og þau ættu bara að bíta á jaxlinn og fella eitt tár þegar borinn fer niður rótina.
Ég var nú reyndar að spá í að bíta af honum tvo putta á tímabili - en svo hugsaði ég nú með mér að hann væri nú ekki að þessu til gamans (en hver veit).

Í lokin vil ég benda á að að sjálfsögðu nefndi ég við hann að hann væri að setja mig á hausinn með ofurkostnaði og að tímakaupið hans væri allt of gott - en að vanda glotti hann bara og bað um gullkortið mitt og veð í húsinu..
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar