Tók risahjólatúr á laugardag - fór flóttamannaveginn, þaðann upp á vatnsendann (sem var algert pain in the xxx) og þaðan niður í breiðholtið og í heimsókn til Pálma og endaði á því að hjóla upp í heiðrúnu þar sem EE náði í mig og verslað var fyrir grillkvöldið hjá Guðjóni.
Grillkvöldið heppnaðist mjög vel - góður matur og flæðandi í áfengi að vanda og því ekki hægt að kvarta. Góð mæting - allir mættu þó kom Oddið aðeins seinna þar sem hann var að koma úr ættarmóti.
Er annars hress og kátur - þarf þó að fara heim á eftir og laga til fyrir litla bró, amk svo hann komist inn í herbergið.
EE farin út á land þar til á miðvikudag og því er ég næstum því piparsveinn - verður þó ekki nýtt mjög vel. Við fengum lánaðan bíl systur hennar og þegar ég fór í vinnuna í morgun þá startaði druslan ekki - góð ráð dýr, jamm hjólið tekið og spíttað í vinnuna í stúdóinum. Leið eins og votti jehóva þarna á leiðinni.
Stefnt er á að gera ekkert allt of mikið núna - smelli mér kannski ræktina eftir vinnu, þ.e. ef bíll fer í gang....
|