Jæja loksins mættur til vinnu aftur, þetta var nú meiri ferðin.
Mætti eldhress á Sunnudegi og var í góðu stuði á heima.
Mánudagur fór ég á tónleika og smá skrall eins og komið hefur fram áður.
Þriðjudagur fór ég með Gudda í brunch og kvöldmat og almennt spjall - helvíti fínn dagur. Enn var skrallað smá, en frekar lítið þó.
Fór til Roskilde klukkan 22.00 og tjaldaði, kom heim 02.00 - ekki gaman af því í rokinu
Miðvikudagur var allsherjarskrall sem var bara mjög gaman, hitti hafnfirðinga og jammaði aðeins með þeim.
Fimmtudagur var haldið til Roskilde - áfram gaman gaman, Metallica í öllu sínu veldi.
Föstudagur - var ónýtur, magapest en var þó á svæðinug uppfrá og fór á fullt af tónleikum og þar með Suicide, ekkert borðað eða drukkið þennan daginn.
Laugardagur - enn ónýtur í maga, fór heim, svaf, borðaði ekkert, drakk vatn sem fór upp úr aftur - komst ekki á svæðið aftur og svaf því heima þessa nótt.
Sunnudagur - skreið upp úr rúmi, ekki búinn að borða í 2,5 sólarhringa og lítið sem ekkert drukkið af vökva, druslaðist þó up á svæði aftur og sá QoTSA og fleiri góðar, gat borðað smá.
Mánudagur - vaknaði, var allur að hressast, fór til Gudda í mat, mjög fínt, skellti mér svo og hitti nokkra Hafnf. í bænum, skellti nokkrum bjórum í mig, fínt mál, lítið skrall komin snemma heim.
Þriðjudagur - var frekar slappur, reyndi að borða, en það fór frekar upp en niður, en var allur að hressast, flaug heim og var kominn í hús um 1:30 aðfaranótt mið.
Miðvikudagur - mættur til vinnu rétt fyrir 10.00 - enn frekar slappur en allur að koma til...
Já í heildina var þetta fín ferð, að sjálfsögðu hefði ég viljað vera aktífari, en ég hitti fjölskyldu og litlu sætu frænku mína, hana Umu og því var þetta alls ekki slæm ferð.
Einnig hitti ég Guðjón Karl og spjölluðum við mikið og lengi og hafði ég greinilega saknað þess.
Jæja þó er þessari ferð lokið og allt umtal um hana :)