miðvikudagur, júlí 23, 2003
|
Skrifa ummæli
Vaknaði kl. 3 í nótt og horfði á United bursta Celtic 4-0. Vekjaraklukkan var búin að hringja í 10 mínútur áður en ég vaknaði.

Þetta er nú frekar lélegur fréttaflutningur. Hérna segir að Bellion hafi skorað fyrsta markið, en hann skoraði síðasta markið, og einnig að Nistelrooy hafi skorað tvö mörk, en hann skoraði bara eitt. Þeir hafa verið eitthvað þreyttir þegar þeir horfðu á leikinn!

af www.fotbolti.net:
David Bellion skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið í sínum fyrsta leik ágætt hjá Frakkanum unga. Næsta mark meistaranna skoraði Van Nistelrooy, eftir sendingu frá Solskjær, lék Hollendingurinn á Stanislav Varga og skaut framhjá Magnus Hedman í markinu.

Celtic menn fengu víti eftir að Keane felldi Petrov í teignum, David Thompson skaut framhjá alveg eins og hann gerði á lokadegi skosku deildarinnar og varð meðal annars til að Rangers varð meistari.

Van Nistelrooy skoraði sitt annað mark eftir sendingu frá Ryan Giggs, í stönginni og inn fór boltinn. Gary Neville lagði svo upp fjórða og síðast markið sem Solskjær skoraði með skoti undir Hedman.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar