fimmtudagur, júlí 31, 2003
|
Skrifa ummæli
Sá T3 í gær og mér finnst nú að myndin hefði átt að heita Terminator 3: Judgement Day 2.

ATHUGIÐ: Þeir sem hafa ekki séð myndina ættu líklegast ekki að lesa afganginn af þessari færslu:
Annars var þetta svona allt í lagi mynd. Vélmennið í þessari mynd leit vél út en vélmennið í nr. 2 var miklu svalara með sinn fljótandi málm. Fannst hálf bjánalegt hvernig kellingin gat stjórnað gömlum bílum úr fjarlægð ... hálf bjánalegt. Af hverju var ekki fyrsta sem vélmennið gerði þegar það var að slást við Schwarsenagga að taka völdin yfir honum? Eltingaleikurinn, sem átti líklegast að vera hápunkturinn, var of ruglingslegur og ekki jafn flottur og mótorhjólið og trukkurinn í nr. 2. Síðan fannst mér að það hefði verið tilvalið að láta eitthvað action gerast í háloftunum, í ljósi þess að aðalhetjurnar fóru í flugvél í lok myndarinnar, og því hefði það verið upplagt.
Síðan var hálf klént þegar Dolli birtist í byrjun myndarinnar og fór allsber inn á krá, til að ná sér í föt, og þar var í gangi eitthvert kvennakvöld. Svosem ágætis hugmynd, en samt mun lakari en í T2, og það hefði mátt gera þetta atriði mun, mun betra. Hefði t.d. mátt sýna hvernig hann fékk fötin af manninum, geri ekki ráð fyrir að hann hafi sest niður og beðið eftir að hann tíndi af sér spjarirnar. Það var líka hálf klént þegar konan birtist, ekkert fyndið og ílla unnið úr því atriði og það hefði alveg mátt sjást meira í hold.
Sjálfstýrðu vélmennin í herstöð bandaríkjahers voru líka ekkert merkileg og það hefði verið hægt að nota þau betur í lokaatriðinu.
Ágætis mynd samt en stendur T2 langt að baki að mínu mati.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar