Bíllinn minn
Held að bíllinn minn sé að deyja, en það kom gat á vatnskassann á laugardaginn, búinn að gera við það. Gangurinn er með versta móti og er hann kominn með frekar mikinn hiksta. Dempararnir aftaná eru ónýtir og handbremsan virkar ekki. Búið að stela útvarpinu, svissinn ónýtur og enginn lykill er að bílnum, því hann brotnaði í frostinu í vetur og hefur því bíllinn verið ólæstur í allnokkrar vikur (síðan einhverntíman í janúar). Þar sem að það er enginn lykill að bílnum og svissinn í skralli þá starta ég honum bara með einhverju járnadrasli sem að virkar ágætlega. Svo gæti ég best trúað því að hann sé farinn að eyða doldið miklu. Svo fékk hann líka skoðun síðast fyrir nokkrum árum og er einhver gulur límmiði á framrúðunni sem á stendur "03". Sennilegast hefði ég átt að vera búinn að fara með hann í skoðun einhverntíman fyrir langa löngu, en tekur því varla úr þessu.
Ég er semsagt að spá í að fá mér annan bíl, enda þori ég varla að keyra þennan mikið lengra en í vinnuna ef eitthvað kæmi fyrir. Í þetta skiptið ætla ég að fá mér bíl sem að þarf ekki alveg svona mikið viðhald og er með miðstöð sem að hitar bílinn þegar það er kalt úti.
|
Reyndar er ég með alveg ágætis dempara í skottinu, en hinir sem eru fyrir eru bara ryðgaðir fastir svo ég gat ekki skipt um þegar ég ætlaði að gera það á sínum tíma.
19:41 Hjörleifur
Hvað, ekkert að þessum bíl - reyndu bara að vera nægjusamur og nota bílinn áfram!
20:32 Joi
hmmm...ég er ekkert viss um að það verði hægt að nota bílinn mikið meira áfram, nema að eyða fullt af peningum í hann, sem borgar sig nú varla.
20:57 Hjörleifur
|
|