Föstudagurinn langi
Á föstudaginn fórum við Sonja í heimsókn upp í sumarbústað til mömmu og pabba og lögðum af stað um 15 leitið og vorum komin upp í Svínadal um 3 klst. síðar því við slóruðum á leiðinni. Við stoppuðum fyrst við rústir frá stríðinu í Hvalfirði og síðan aðeins við hvalstöðina sjálfa og síðan voru einhver minni stopp líka á leiðinni. Við fórum síðan heim aftur seinna um kvöldið og lögðum af stað heim um 22:30 ef ég man rétt. Setti inn nokkrar myndir á smuggið (ath. það er hægt að smella á ákveðnar myndir til að sjá stækkaða útgáfu og eins má benda á að þetta eru 3 síður). Í dag var tippfundur og var fært til bókar að Árni gleymdi fundinum og mætti alltof seint en það skiptir engu máli því hann hefur sennilega átt þetta inni og rúmlega það. Við Sonja fengum okkur síðan að borða í kvöld á American Style og ætlum að horfa á The Terminal í kvöld sem er víst sálfræðitryllir sem gerist á flugstöð. Á morgun ætla ég að reyna að berja skattskýrsluna saman og síðan koma mamma og pabbi í mat til okkar og síðan er ég bara opinn fyrir öllu síðar um kvöldið ... til í allt! Myndir frá föstudeginum hérna.
|
Fínar myndir frá deginum og Særún greinilega ekkert hrifin af Heru.
10:00 Hjörleifur
|
|