sunnudagur, mars 27, 2005
|
Skrifa ummæli
Köfunardagur
Vaknaði í morgunn um hálf átta leitið, klæddi mig vel og tók saman kafaragræjurnar og hélt af stað til Hafnarfjarðar. Bíllinn var nú ekki alveg sáttur við að þurfa að vakna svona snemma og hélt ég á tímabili að hann ætlaði bara ekkert að keyra til Hafnarfjarðar, en hann fór nú samt alla leið.
Ég ákvað að vera ekkert að fara á bílnum til Þingvalla eins og planað var, en fékk far með Héðni. Við byrjuðum á því að pikka upp einn norskan túrista á Fosshótel Barón á horni Barónstígs og Skúlagötu.

En svo var haldið af stað. Planið var að taka 2 kafanir í Silfru, en það er frægasti köfunarstaðurin á Íslandi.

Fyrri köfunin var með nokkuð hefðbundnu sniði, en við tókum bara stigann niður í gjánna og köfuðum þessa hefðbundnu leið út gjánna og enduðum í Bláa lóninu.
Þegar við komum uppúr var mættur á staðinn annar túristahópur. Við biðum eftir að þeir færu útí og biðum svo aðeins lengur en græjuðum okkur upp fyrir köfun nr. 2.
Seinni köfunin var ekki síðri en sú fyrri, en við fórum nú á meira dýpi og enduðum á því að kafa í gegnum göng á um 15m dýpi. Mjög flott að að koma upp úr þessu og sjá ljósið koma niður í vatnið þar sem maður var sjálfur í frekar miklum skugga þarna í göngunum.

Við vorum semsagt bara mjög sáttir við daginn og var nú ekkert eftir nema að koma sér heim.
Þegar komið var aftur í fjörðinn, þá tók við þessi venjubundna tiltekt á græjunum, en svo fór ég að laga bílinn og setti aðeins meira plast á vatnstankinn, því hann lak enn eins og ég veit ekki hvað. En þessi viðgerð virðist amk hafa læknað hann í bili, því ég komst heim án vandræða. Þ.e. ég fór reyndar fyrst í vinnuna og kláraði að fara yfir skjálfta gærkvöldsins, en það voru komnar grænar stjörnur á kortið fyrir norðan og heill hellingur af skjálftum. Ég kláraði þetta semsagt og kom mér heim.
Brasaði mér 2 hamborgara í kvöldmat og hef svo verið að glápa á imbann í kvöld og væflast um á netinu.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar