laugardagur, mars 05, 2005
|
Skrifa ummæli
Píslarvottar nútímans
Ég keypti mér þessa bók fyrir nokkru síðan til þess að reyna að fræða mig aðeins um ástandið fyrir botni miðjarðarhafs því ég hef ekki mikinn skilning á ástandinu þar frekar en aðrir og vildi bæta úr því. Þessi bók er skrifuð af íslendingi sem kennir við háskóla í Bandaríkjunum um sögu mið austurlanda og virðist vera ansi framarlega þar um þessi málefni.
Bókin fjallar aðallega um Íran og Írak, þ.e. sögu þessara landa frá því þessi ríki voru stofnuð við fyrri hluta 20. aldarinnar og fram að nútímanum. Höfundur matreiðir efnið á mjög skiljanlegan hátt þannig að menn eins og ég hafa gott af því að lesa bókina. Margt kom þarna fram sem kom mér á óvart og held ég að ég sé örlítið fróðari um þessi málefni þó að ég viti nánast ekki neitt um þau og erfitt er að skilja fólk sem lifir í svona ólíkum menningarheimi. Höfundur reynir ekki að réttlæta hlut Bandaríkjanna eða Breta í sögu þessara landa heldur er frekar hlutlaust í umræðu sinni um söguna og finnst mér það mikill kostur, því hann segir aðeins frá því hvernig þessi ríki hafa einblínt á olíuhagsmuni í samskiptum sínum við þessi lönd frá því olían fór að vera verðmæt.
Ansi magnaðir einræðisherrar hafa litað sögu landana eins og Husayn, Pahlavi, Khomeini og Musaddiq svo nokkrir séu nefndir og oft gaman að lesa um uppátæki þeirra en það er ótrúlegt hvað mönnum dettur í hug þegar þeir fá mikil völd yfir almúganum.
Ótrúlegt er hvernig þessar þjóðir voru arðrændar á síðustu öld og má nefna dæmi um það að í Íran var komið á fót olíufélaginu Anglo-Iranian Oil Company sem var fyrirrennari British Petroleum (BP) og það fyrirtæki hafði einkarétt á öllum olíulindum landsins og var í eign Breta, Bandaríkjamanna, Frakka og stórra alþjóðlegra fyrirtækja eins og Shell. Ákveðið var að Íran fengi 16% af hagnaði fyrirtækisins eftir alla skatta og Íran fékk ekki að sjá bókhald fyrirtækisins þannig að þeir vissu aldrei hvort það væri verið að greiða þeim rétta upphæð og Bretar réðu sjálfir skattupphæðinni sem fyrirtækið greiddi sjálfum sér og gat því stillt þetta þannig að bókhaldslegur hagnaður væri ekki mikill. Þetta fyrirtæki mokaði inn tekjum fyrir breta og Íranar fengu eiginlega ekkert í sinn hlut á meðan þjóðin var líklegast fátakasta þjóð í heimi og þjóðin hafði varla í sig og á.
Eins var magnað að lesa um stríðið á milli Íran og Íraks en þetta stríð fékk ekki mikla athygli vesturlanda því engir hagsmunir voru fyrir vestræn ríki hvernig þetta stríð færi og í raun má segja að USA og Bretar hafi grætt á því að stríðið drægist á langinn því á meðan gátu þessi ríki ekki byggt upp sjálfstæði og færu að heimta meiri hagnað af olíulindum sínum. Í þessu stríði þróaðist sú aðferð sem mikið er notuð í dag að ráðast á andstæðinga sína með sjálfsmorðssveitum og notaði Íran það mikið á Írak og var ótrúlegt hvernig hægt var að "módivera" íranska herinn í slíkar aðgerðir. Írakar beittu efnavopnum á Kúrda nánast daglega og vestræn stjórnvöld höfðu fulla vitneskju um hvað var að gerast en gripu aldrei í leikinn.
Jæja, ætli ég láti þetta ekki duga um þessa bók en ég verð að viðurkenna að margt í bókinni fór inn um annað eyrað og út um hitt en ég vona samt að eitthvað hafi setið eftir (þó ég hafi vonað að það væri meira).
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar