Bílamál, hússamál, mannamál - daglegt mál
Eftir að Árni sagði mér að hann væri að spá í að fá sér annan bíl, þá fór ég að skoða bilasolur.is. Nú langar mig líka í nýjan bíl, en t.d. með því að taka sér 4-500 þús í lán, þá er maður ekki að borga nema 10-15 þús á mánuði næstu 3-4 árin, sem er nú ekkert voðalega mikið fyrir að vera á bíl sem er ekki alltaf með hiksta og fengi tiltölulega auðveldlega skoðun.
Annars er það að frétta af húsnæðismálum að tvær konur hér á efri hæðum fengu fund með frú borgarstjóra. Nú á að taka þetta mál fyrir af borgarstjórn eða einhverju álíka og ef að niðurstaðan frá borginni verður jákvæð, þá er íbúðalánasjóður tilbúinn til að lækka lánin sín og þá getur vel hugsast að borgin geti jafnvel rifið húsið og málið verði endanlega úr sögunni.
Mér fannst fyrirsögnin bara passa betur að bæta við mannamál - daglegt mál, en það var bara plat og ætla ég ekkert að skrifa um það hér.
|