laugardagur, mars 19, 2005
|
Skrifa ummæli
bækur ofl.
Fór á bókamarkaðinn um daginn og verslaði mér nokkrar bækur - enda á ég eftir að lesa ansi margar bækur til að ná 52 á árinu.
Norræn sakamál - 2001, 2002 og 2003 - 500 kall stk.
3 x Morgan Kane - ætlaði nú að prófa til gamans að kaupa þar sem ég las nú ansi margar á sínum tíma.
1 stk Fornaldarsaga - Bósa saga - mjög merkileg saga, en ég læt lesendur um að giska á hví það er.
Roald Dahl - Smakkarinn ofl smásögur, varð frægur fyrir óvænt endalok sögurnar og eru þetta nokkrar af þeim.

Er nú ekki enn byrjaður á þessum bókum en það styttist í það.

Síðan fór ég á bókasafnið og fann enn fleiri bækur og geisladiska:
Moby - ævisaga hans, hlakkar mikið til að lesa þá bók.
London Music - fjallar um tónlistarsögu Londons, aðallega þessa litlu klúbba sem voru frægir í London allt frá 1960, t.d. Marquee og 100 club. Er aðeins byrjaður að glugga í hana.
Svo náði ég í nokkra diska eins og ég nefndi, en það eru nýji diskurinn með Mars Volta og nýji The Music diskurinn.

Að vanda er ég duglegur að sanka að mér diskum og bókum en á stundum erfitt með að komast í að lesa þetta allt - á við sama vandamálið með DVD.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar