þriðjudagur, mars 15, 2005
|
Skrifa ummæli
Undarleg hegðun hunds um nótt
Furðulegt háttalag hunds um nótt er fyrsta skáldsagan sem ég les í langann tíma en síðasta skáldsagan var sennilega Da Vincy lykillinn. Þetta er forvitnileg bók sem hefur átt mikilli velgengni að fagna síðan hún kom út út um allan heim og hefur fært höfundinum Mark Haddon, bókmenntakennara við Oxford háskóla, vinsældir og sennilega mikla peninga enda hefur bókin selst í yfir 1,5 milljón eintaka.
Bókin fjallar um Kristófer Boone fimmtán ara einhverfan dreng sem er frábær í stærðfræði og hefur gaman af Sherlock Holmes og býr hjá einstæðum föður sínum sem skildi við móður hans fyrir annan mann. Í byrjun bókar er nágrannahundur hans drepinn og ákveður hann að rannsaka málið og spinnist atburðarásin útfrá því, og ætla ég ekki að fara nánar í hana því Hjölli ætlar að fá bókina lánaða hjá mér og vill ég ekki skemma fyrir honum.
Bókin er mjög öðruvísi því hún hefur þann skrítna stíl að hún er skrifuð eins og einhverfa persónan sé að skrifa og veður hann oft úr einu í annað og er einfeldni hans og öðruvísi hugsun oft hrífandi. Eins koma stærðfræðiþrautir, pælingar um heiminn og slíkt við sögu þegar hann ákveður að hann vilji skrifa um það.
Bókin er nokkuð skemmtileg og hrífandi og mæli ég með henni og hún rétt skríður í 4 stjörnur af því hún er svo áhugaverð ;-)
    
Athugasemdarkerfið er búið að vera í einhverju lamasessi í kvöld og nú loksins þegar ég næ sambandi, þá man ég ekkert hvað ég ætlaði að skrifa í upphafi, en hlakka samt til að lesa bókina.
21:25   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar