Myndadagar
Fór í gær að taka nokkrar myndir fyrir næstu DPC keppni, en myndefnið þessa vikuna er "lines". Nú er ég búinn að safna heilan helling af línum og verð greinilega í miklum vandræðum þegar kemur að því að velja hvaða mynd verður sett í keppnina. Nú er mikið um að vera á Grandaranum, en hann á 12 ára afmæli í dag og er Davíð Þór spyrjandi í spurningakeppni dagsins og það verður heilmikið um að vera hjá þeim í kvöld. Spurning um að skella sér bara þangað og gefa skít í idol keppnina, enda er mér nákvæmlega sama um hver vinnur þetta, hvort það verður stelpan eða stelpan.
|