sunnudagur, mars 20, 2005
|
Skrifa ummæli
Hjólatúr ofl.
Í dag fór ég upp úr 11 út í hjólahús, skellti mér upp á kleifarvatn um 12.30 og tók fram hjólið mitt (Yamaha 250cc) og keyrði af stað, á kleifarvatni var rigning og rok en þar sem hitastig var gott þá var þetta bara fínt veður í raun. Fyrir byrjanda eins og mig þá var þetta frekar erfitt færi að hjóla í, mikil drulla og var nú bara heppni að ég fór ekki á hausinn nokkrum sinnum. Þetta byrjaði samt vel og var ég nú bara að dóla mér þarna og prófa mig áfram, Bubbi hafði lagað stýrið mitt aðeins og gekk því miklu betur að hjóla miðað við áður.
Eftir að hafa dólað mér þá tóku strákrnir smá túr inn Breiðdalinn skilst mér og var það alveg frábært, keyrðum smá slóða þar sem færið skiptist á milli grjót, drulla og sandur. Þar var mér kennt að hægja á mér fyrir polla og gefa svo í til að fleyta kellingar á vatninu nánast, gerði ég það svo í fyrsta sinn og viti menn það gekk ekki og ég fékk gusann meter upp fyrir höfuð - en gaman var það.

Eftir að hafa tekið ca 2 tíma túr var haldið heim, hjól spúlað og ég sjálfur spúlaður. Frábær ferð.
Til að þvo af mér skítinn skellti ég mér í stutta sundferð, fór svo og fékk mér hádegismat og morgunmat um 16.00 á Súfistanum með EE, keyrði svo á KFC í Kópavoginum og hitti Bubba og montaði mig aðeins. Þaðan lá leiðin á Players þar sem ég horfði á seinni hálfleik Liverpool og Everton. Settist þar við barinn, fékk mér einn kaldann og spurði þá nágranni minn þar hvort ég væri liverpool maður, ég sagði að svo væri ekki, þá sagðist hann vera Everton maður og byrjaði mikla tölu um Everton og hávöxnu starfsstúlkuna sem afgreiddi hann (eins og hann orðaði þetta þá ætlaði hann að sofa hjá henni ef Everton myndi jafna - svo gerðist ekki þ.a. einhver var óheppinn, þið getið giskað á hvor það var).
Eftir leik var haldið í vinnuna og tekinn rúmur klukkutími þar, nokkrir hlutir sem þurftu að klárast.
Síðan var haldið í kotið og kvöldmatur snæddur - til að toppa þennan pródúktífa dag þá náði ég að bora 6 göt í vegg, hengja eitthvað drasl upp á baðherberginu, mynd eftir vinkonu EE í stofunni og skrúfaði viftuna fyrir ofan eldavélina í sundur og náði loks í peruna sem er búin að vera sprungin í 2 ár.

Já margt gert í dag - það allra síðasta sem ég gerði svo í dag fyrir utan að skrifa þetta blogg var að fá frest til 1 apríl á skattskýrslunni. Spurning hvort hægt sé að nota sér dagsetningu ef maður yrði uppvís af smá skattsvindli.

ps - að blogga að heiman er algert rugl - mjög hægfara drasl
    
Gott blögg og þetta hefur verið ansi góður dagur ... þú verður að taka okkur Pálma með einhverntíman og láta okkur prófa að taka nokkur stuntatriði á hjólinu.
Takk fyrir að minna mig á að sækja um frest á skattkortinu, var bara alveg búinn að gleyma því en nú er ég búinn að sækja um frest til 31. og get því ekki falið mig bak við 1. apríl ef skatturinn verður með einhvern derring.
10:33   Blogger Joi 

Já gott blögg og ég segi það sama og Jói, því ég er ekki einusinni farinn að hugsa um skattinn og var bara nú í leiðinni að sækja um veflykil, því ég man ekkert hvað ég var með og nennti ekkert að vera að spá í þetta. En nýr lykill á morgunn og frestur til 29. mrs.
11:33   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar