þriðjudagur, mars 15, 2005
|
Skrifa ummæli
Bækur
Á föstudaginn í Amsterdam kíkti ég í bókabúð til að kaupa bók sem ég hafði séð í búðinni tveimur dögum áður en gekk út með nokkrar bækur (I was overexcited). Þessar bækur enduðu á innkaupalistanum (hægt er að smella á þær til að fá upplýsingar á Amazon:

Photographing People: Portraits Fashion Glamour
Þetta er nokkuð bók en hún er þannig uppbyggð að á hverri opnu er heilsíðumynd af persónu og síðan er á hinni síðan teiknuð mynd af því hvernig lýsing og slíkt var sett upp fyrir myndina ásamt öðrum upplýsingum um hvernig myndavél var stillt, upplýsingar um myndina o.flr. Ansi fróðlegt held ég.
Photographing People: The Definitive Guide for Serious Digital Photographers
Þessi bók er einnig um að mynda fólk en er meiri svona kennslubók.
Europeans
Þessi bók er samansafn mynda af evrópumönnum á fyrri hluta síðari aldar eftir frægasta ljósmyndara allra tíma Henri Cartier-Bresson. Mjög skemmtilegar mannlífsmyndir t.d. af lífinu eftir stríðsárin
National Geographic Traveler China
Ferðabók um Kína með fallegum myndum frá ljósmyndurum National Geographic.
The First World War
Nokkuð flott bók um fyrri heimstyrjöldina með mörgum myndum og m.a.s. mörgum litmyndum. Kominn tími til að fræðast aðeins um þessa styrjöld ;-)
Unforgettable Places to See Before You Die
Mjög flott með myndum frá fallegustu stöðum jarðar sem maður á flesta eftir að sjá.
A Season with Verona: Travels Around Italy in Search of Illusion, National Character, and...Goals!
Öðruvísi ferðabók sem fær góða dóma um enskan knattspyrnuáhugamann sem býr á Ítalíu og sækir þar leikina í deildinni.
In Siberia
Ferðabók um Síberíu sem ég er byrjaður að lesa og líst nokkuð vel á.
Red Dust : A Path Through China
Ferðasaga um Kína sem fékk Thomas Cook verðlaunin árið 2002 sem besta ferðabók það árið

Ég vona að menn fyrirgefi þetta langa blogg en þetta hlýtur að vera í lagi þar sem menn eru nú ekki að blogga neitt mikið þessa dagana og allt er betra en ekkert.
    
Svakalegt þegar maður lendir í því að kaupa svona margar bækur, það er bara ekkert sem hægt er að gera við þessu, maður bara lendir í þessu.
21:35   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar