fimmtudagur, mars 31, 2005
|
Skrifa ummæli
Prentbúx
Kom í ljós í dag að prenthausinn í prentaranum er ónýtur og það kostar um 20þ að skipta. Ég keypti prentarann fyrir einu og hálfu ári síðan (var bara eitt ár í ábyrgð) á 55þ en nýr sambærilegur í dag er á undir 20þ þannig að það borgar sig ekki að laga hann og hann því ónýtur. Frekar sorglegt því myndgæðin voru frábær og ég hef ekki notað hann neitt mjög mikið :-(

Ég kíkti síðan í Sjóvá í hádeginu og bætti við innbúskaskó tryggingu við heimilistrygginguna mína vegna alls ljósmyndadótsins og kostar það um 3500 kr. á ári. Það er 10% sjálfsábyrgð á tjóni en þessi trygging bætir tjón upp að 205þ sem ætti að duga mér. Það er reyndar bara bætt ef hlutur skaðar vegna utanaðkomandi skyndilegs og ófyrirsjánlegum orsökum, svosem að einhver rekur sig í mann og maður missir vélina eða að um innbrot eða rán er að ræða.

Annars er bara frekar lítið að frétta af mér, er bara að vinna mikið þessa dagana, Sonja á fullu í ritgerðinni og lítið að gerast. Árni keypti miða á Robert Plant og það verður gaman að kíkja á hann. Við Sonja förum til DK um miðjan apríl á árshátíð og verðum yfir eina helgi og síðan förum við í sumarfrí snemma í Maí.

Over and out mfgas!
    
Vonandi að þau hjá Sjóvá verði ekki búin að lesa þetta þegar að prentarinn dettur óvart í gólfið núna næstu dagana og brotnar í 1000 mola.
18:03   Blogger Hjörleifur 

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
18:03   Blogger Hjörleifur 

YO!
Þetta kemur fram í ábyrgðaskilmálum Tölvulistans: "Útskiptanlegir prenthausar falla ekki undir ábyrgð."
Það var einmitt prenthausinn sem fór hjá mér þannig að þetta er frekar skýrt.
Ritgerðin hennar Sonju er í Íslensku og fjallar um blótsyrði, Sonja er orðinn ansi pirruð á ritgerðinni því hún hefur tekið mun meiri tíma en hún bjóst við og ég er líka orðin pirraður á þessu.
15:50   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar