mánudagur, mars 07, 2005
|
Skrifa ummæli

Ég fór eldsnemma í gærmorgun (á sunnudegi) í bíltúr upp í heiðmörk og tók myndir og var ég í rúmlega klukkutíma áður en ég mætti til vinnu (erum að klára ýmis atriði áður en við Haukur förum til Hollands á morgun til að setja upp kerfið). Það var ótrúleg kyrrð í loftinu og hlítt og þægilegt að vera úti í náttúrunni og þegar ég var í bílnum þá hlustaði ég á skemmtilega þætti á Talstöðinni. Annar þátturinn var um gildi fornminja í heiminum og hvort UNESCO eigi bara að taka á áþreifanlegum málum en ekki menningu og siðum o.flr. Hinn þátturinn var samtalsþáttur með tveimur konum, þáttastjórnanda og gesti, og var gesturinn að segja frá lífshlaupi sínu og var þetta svona á spjallformi og bæði skemmtilegur gestur og þægileg stemming í þessum þætti. Ætli maður sé ekki orðinn gamall af því að hafa gaman af svona hlutum ... spurning.

Ég var síðan að vinna fram á kvöld og fór þá heim og lagaði myndir sem ég tók í þessum bíltúr en þær voru fyrir ljósmyndakeppnir á ljosmyndakeppni.is og dpchallange þar sem þeimið var Ansel Adams (stæla stíl þessa fræga ljósmyndara) í annarri keppninni og svarthvítt í hinni, og er ég bara nokkuð sáttur með þessar myndir.

Á meðan ég var að laga til myndirnar var í gangi nýr sjónvarpsþáttur á skjá1 sem heitir Allt í Drasli og er stjórnað af Heiðari snyrti og Margréti Sigfúsdóttir skólastýru Húsmæðraskólans. Í gær fóru þau í heimsókn til pars sem býr í þakíbúð í miðbænum og er stúlkan í brúðarbandinu og strákurinn sennilega atvinnu hasshaus en þvílíka gufu hef ég aldrei séð í sjónvarpi. Hann var með langt skegg og sítt hár og horfði bara út í loftið og sagði lítið en virtist vera skrítin týpa. Íbúðin þeirra var vægast sagt skítug, drasl og óhreinindi út um allt og ótrúlegt að þau hafi getað búið þarna og stúlkan ólétt í þokkabót. Þátturinn fjallaði síðan um það að stjórnendurnir voru að gefa þeim ráð og voru með hreinsiflokk með sér og tóku íbúðina í gegn. Þessi fyrsti þáttur fannst mér bara einstaklega vel heppnaður, ótrúlega skemmtilegur en ég veit ekki hvort þau nái að halda dampi í þessu en byrjunin lofar góðu. Mæli með að fólk kíki á endursýninguna.

Mikið er að gera hjá okkur P í vinnunni og ég er að fara til Hollands á morgun og verð fram á laugardag við uppsetningu og vænantlega fær maður sér bjór og bleika kokteila líka.

Ciao bella.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar