laugardagur, mars 19, 2005
|
Skrifa ummæli
Árshátíð ofl.
Að hádegi í gær ákvað ég að skella mér á árshátíð efnafræðinema um kvöldið. Já þetta var nú frekar mikil nördasamkoma enda er ég komin af nördum. Þetta byrjaði allt með að ferð í ölgerðina, þar skellti ég í mig nokkrum bjórum á kostnað Egils, þegar ég renndi í hlað með EE þá sáum við strax í hvað stefndi, ég mætti í jakkafötunum og þarna stóð eitthvað fólk og vissi ekkert hvað það var að gera þarna og var í úlpum, alvöru úlpum. Já þetta var nú svo sem ekkert sem kom á óvart þar sem efnafræðingar eru nú miklir smekkmenn. Nú greinilegt var að makar voru ekki mikið spenntir fyrir að mæta á þessa hátíð (eða eins og einn makinn sagði þá hélt sú manneskja að heilt kvöld væri kannski fullmikið í einu)því flestir voru þarna stakir.
Nú ferðin í gegnum ölgerðina var fín, fróðlegt að sjá og maður sér strax hvers konar flækjustig er hjá okkur í framleiðslunni miðað við t.d. ölgerðina. Ég held að ég færi nú létt með að skipuleggja framleiðsluna fyrir þá, þó ég segi sjálfur frá.

Eftir ölgerðina var haldið á kornhlöðuna (lækjarbrekka) og var þar snætt og drukkið vín og haft gaman. Maturinn var frábær eins og við mátti búast. Einnig sat ég með nokkrum Actavis meðlimum, en þeir voru í miklum meirihluta á þessari hátíð, eða 7 talsins. Meðal manna var Jónas og spjallaði ég mikið við þá félaga enda sat ég á þeirra borði - fínn félagsskapur þar.
Nú ég hélt reyndar að maturinn myndi teygjast fram yfir miðnætti vegna fjöldasöngs sem ég var nú ekki par hrifinn af, allt í lagi að syngja eitt og eitt lag en ekki taka þarna 10 lög um kvöldið.
En í heildina var þetta ágætis kvöld, hitti nú ekki marga sem ég vonaðist til að hitta en það var einmitt tilgangurinn með að fara. Ég náði að komast heim um 1.00 og náði því að hvílast vel fyrir tippfundinn mikla sem var mjög merkilegur og endaði þannig að við náðum einum 12 réttum en hann gaf innan við 1000 kr þ.a. þetta var dapurt - en sigur þó.

Þessi fyrsta samkoma efnís var sem sagt mjög fín, sá þarna flesta gömlu kennara mína, Már, Sigga, Ingvar meðal nokkurra. Ég spjallaði svo sem ekki mikið við þá, enda var ég kannski ekki fyrirmyndar nemandi á þessum tíma. Hver veit nema að ég skrái mig í félagið og mæti þarna að ári, maður verður jú að halda í ræturnar.
    
Já þetta hefur verið skemmtilegasta nördasamkoma. En ef maður ætti að nefna einhvern sérstakan hóp sem meiri nörd en annar, þá held ég að tölvunarfræðingar muni alltaf hafa vinninginn. Þrátt fyrir að tölvunarfræðingurinn meðal slembibullsbræðra "despises nerds" skv könnuninni forðum daga.
01:37   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar