Tjúttí frúttí
Loksins er Championship Manager orðinn áhugaverður en núna er hægt að spila leikinn á netinu á móti fólki út um allan heim ... sennilega mjög svipuð hugmynd og við Pálmfróður höfðum um sambærilegan leik þegar við vorum að skríða úr háskóla. Sá frétt á mbl um að gyðingahatari hafi verið rekinn frá Kanada til Þýskalands og hann hnepptur þar í fangelsi fyrir skoðanir sínar, þ.e. að Dolli hafi verið réttsýnn og friðsæll maður og helförin hafi aldrei átt sér stað, sennilega er skoðanafrelsi í þessum löndum svo framarlega sem menn hafa réttar skoðanir. Ætli svona bjánar ættu ekki bara að fara á hæli því þeir eru sennilega ekki alveg með fullt vit. Þetta minnir mig á þátt sem við Hjölli horfðum á á mánudagskvöldið í tölvunni minni um Auschwitz (1 þáttur af 5) frá BBC sem gera þessum atburðum frábær skil og eru mörg atriði þar leikin, sýnd gömul myndbrot (t.d. af gyðingi í bæ í Úkraínu árið 1941 sem bæjarbúar voru að misþyrma), sagðar frá nýjum heimildum sem hafa komið fram síðustu ár og síðan voru tölvuteiknaðar hreyfimyndir af búðunum og gasklefunum eins og þetta var. Í þessum þætti var viðtal við þýskan mann sem var í herflokki sem myrti gyðinga í þúsundatali með því að skjóta þá í hausinn fyrir framan fjöldagröf á þeim svæðum sem Nasistar náðu á sitt vald í Rússlandi. Hann sagði að hann hafi ekkert hugsað um nema að miða vel þegar hann var að taka fólk af lífi og honum fannst þetta ekkert slæmt eða athugavert og leið ekkert illa útaf þessu ... sagði að gyðingar hefðu farið illa með sig þegar hann var ungur og þeir ættu þetta skilið og hann sæi ekki eftir neinu. Ansi magnað að sjá mann segja þetta berum orðum og ótrúlegt hvað hatrið getur verið mikið. Núna er ég að gæla við að bæta einni linsu við safnið en það verður væntanlega ekki fyrr en síðar á þessu ári eða í byrjun næsta. Þessi linsa heitir Canon EF 70-200mm f/2.8L IS USM og er þetta hvítt kvikindi með innbyggðri hrystivörn og ansi björt og þykir þetta með betri linsum sem Canon gerir í dag (eins og hinar linsurnar mínar líka en þetta er miklu meiri zoom linsa). Hún kostar um 1600 dollara sem ætti nú að vera viðráðanlegt ef maður kaupir í US en pælingin er ekki komin það langt. Gæti reyndar verið að það sé sniðugra að kaupa 100-400mm linsuna en hún hefur breiðara svið, er aðeins stærri og þyngri en sennilega ekki eins skörp. Eins langar mig líka í 100mm macro linsu (eða Sonju öllu heldur) og er hún sennilega aftar á óskalistanum en þegar þessar tvær eru komnar í hús er maður að dekka nánast allan skalann og er með fullbúið vopnabúar (þá fer maður sennilega að spá í nýrri myndavél ;-) ). Síðan verð ég að geta þess að RawShooter forrit sem ég sagði frá um daginn til að vinna RAW myndir er alveg magnað og bíð ég spenntur eftir næstu útgáfu af þessu ótrúlega forriti.
|