miðvikudagur, mars 02, 2005
|
Skrifa ummæli
Skilgreiningar
Ég ætla að reyna að skilgreina nokkra hluti fyrir Sigga:
Macro linsa: Það er linsa sem nær fókus á viðfangsefnið þó hún sé ekki nema 2-3 cm frá viðfangsefninu og stækkar því mjög mikið. Notað til að taka myndir af blómum, skordýrum o.flr. en einnig er hægt að nota þær í venjulega myndatöku.
Canon EF 70-200mm f/2.8L IS USM: Þessi langloka segir eftirfarandi:
  • Canon: Framleiðandi linsunnar
  • EF: Hvernig linsumount linsan tengist við, þ.e. EF er segir að hún virki á Canon EOS myndavélar
  • 70-200mm: Segir til um focal lengt linsunnar, þ.e. hvaða svið hún tekur, fyrri talan er viðara og sú seinni zoomið, 50mm er svona "eðlilegt" zoom eins og augað sér og undir því er gleið og yfir zoom.
  • f/2.8: Segir til um hvað linsan er björt (ásamt öðrum þáttum eins og DOF), lægri tala er bjartara og eftirsóknaverðara. Bjartasta Canon linsan sem reyndar er ekki framleidd lengur var f/1.0 og mín bjartasta er f/1.4.
  • L: Ef L er fyrir aftan töluna segir það að þetta er svokölluð atvinnumannalinsa frá Canon og er aðeins notað bestu gler í hana og hún stenst hörðustu kröfur atvinnumanna (og nörra).
  • IS: Image stabilizer er tækni sem nemur hristing eða hreyfingu á linsunni þegar hún er fókusuð á viðfangsefnið og notar ákveðna tækni til að minnka þennan hristing og því verður skýrari mynd. Oft notað á dýrari zoomlinsum því viðfangsefnið hreyfist meira (eða linsan réttara sagt) þegar zoomað er mikið inn.
  • USM: Ultra sonic motor. Allar (a.m.k. flestar) nýjar linsur frá Canon eru með þessum mótor sem er mjög hljóðlátur og hraður.
Vonandi skýrir þetta eitthvað fyrir þér Siggi minn.
    
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
17:24   Blogger Árni Hr. 

This post has not been removed by the author
19:09   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar