sunnudagur, mars 27, 2005
|
Skrifa ummæli
Discovery
Ég tók letimorgun í morgun og var uppi í rúmi til kl. 12 og horfði á tvo skemmtilega þætti á Discovery: Sá fyrri fjallaði um það hvernig París hefur byggðst upp í gegnum aldirnar og voru sýndar tölvuteikningar af holræsakerfinu og slíkt og var þetta frábærlega unninn þáttur. Margt skemmtilegt og fróðlegt sem kom þarna fram. Síðari þátturinn sýndi framleiðslu BMW á nýjum sportbíl og byrjaði þátturinn þar sem menn voru að teikna hugmyndir á blað af útliti bílsins og fylgst með allri hugmyndavinnslu, smíði frumútgáfu, framleiðslu bílsins, prófanir, auglýsingaherferðin og þangað til hann var kominn í sölu. Ótrúlega skemmtilegur og fróðlegur þáttur og margt sem kom á óvart. Í þessum sportbíl (BMW Coupe eitthvað) eru 20.000 hlutir.
Já, Discovery er frábær stöð!
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar