Linsa 
 Við Sonja fengum nýju linsuna okkar frá USA seinnipartinn í gær og urðu það fagnaðarfundir ... á leiðinni í mat upp á Kjalarnes tókum við nokkrar myndir til að prófa gripinn og var þessi mynd ein af þeim sem mér finnst nokkuð skemmtileg.
 Gærkvöldið fór síðan í það að berja saman skattskýrsluna og vonandi næ ég að klára hana í dag. Ég gerði síðan heiðarlega tilraun til að prenta út passamyndir heima en það gekk ekki, fyrsta var hugbúnaðurinn að stríða mér og síðan hætti prentarinn að prenta út einn litinn af 6 og verður hann því að fara í viðgerð í dag :-(
 Að lokum vill ég óska Hjölla til hamingju með góðan árangur í síðustu keppni í DPChallenge en þar fékk hann 5.9 í einkunn og var með percentile 93% sem er ansi gott (18 sæti).  
|      | 
   
     
   
      
       
         Mikið svakalega er þessi mynd slæm. Hún er öll hreyfð! 
      
         13:23      
      
   
  |   
	 |