miðvikudagur, apríl 06, 2005
|
Skrifa ummæli
Bíllinn minn
Vaknaði óvenju snemma við það að kötturinn kitlaði tærnar og hoppaði svo upp á rúm og fór að trampa á sænginni. Þegar það ætlaði ekki að bera tilætlaðan árangur (sem var sá að ég færi á fætur og gæfi honum að borða) þá fór hann upp á skrifborð og var byrjaður að ýta hlutum niður af borðinu, byrjaði bara svona smá og horfði svo á mig og þegar ég gerði ekki neitt þá ýtti hann aðins meira svo ég varð víst að fara á fætur og gefa henni smá mat, en lék smá við hana fyrst með bandspotta því ég nennti ekki alveg strax framúr.
Eftir smá leik við kisu var ég orðin glaðvakandi og klukkan ekki einu sinni orðin 7. Eftir að hafa gefið kisu að borða fékk ég mér smá snarl líka (tvær brauðsneiðar með túnfisksallati, earl gray te og nesquick (þó ekki blandað saman). Horfði svo á morgunsjónvarpið hjá stöð 2, en þar var viðtal við kafara sem er í "Bláa hernum", en þeir vinna við að hreinsa upp fjörur og kafa líka eftir drasli við hafnir og víðar. Hafa unnið heilmikið starf í þessu síðastliðin ár. En það er mjög algengt að fyrirtæki losi sig við úrgang út í sjó frekar en að fara með hann í Sorpu, því það kostar að losa sig við úrganginn. En nóg um þennan útúrdúr.

Ég rauk svo eftir morgunmatinn út í bíl og ætlaði að starta honum, en þá hló bíllinn bara að mér og var ekkert á því að fara að keyra í þessum kulda. Þegar ég reyndi að starta heyrðist bara svona "í í í í í í híhíhíhi" hljóð og svo ekki neitt meir. Ég varð því að gjörosovel að drífa mig inn aftur og klæða mig aðeins betur og stíga á bak á hjólfáknum mínum. Með vindinn í bakið alla leiðina tók það mig ekki nema rétt tæpar 8 mínútur að komast hingað upp í vinnu, en það er brekka upp í móti næstum alla leiðina.

Leiðin heim verður eflaust kaldari, en þá er mótvindur og skítakuldi.
    
10
16:11   Blogger Joi 

Þetta er mjög skemmtilegt aflestrar - það eina sem hefði hugsanlega getað farið betur er ef þú hefðir ákveðið að lifa á brúninni og blandað saman te og nesquick!
17:26   Blogger Burkni 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar