Bílarnir mínir
Já nú er það loksins orðið að veruleika að ég sé búinn að losa mig við Daiarann. Hann er búinn að keyra mig á milli staða í nær 5 ár og hefur gert það gott. En margt var farið að bila og því kominn tími á að losna við hann. Ég fékk 50.000 kr fyrir hann í gegnum umboðið sem ég var að kaupa nýja bílinn minn. Enda voru nokkrir hlutir að Daiaranum: Brotið handfang bílstjórameginn Ónýt handbremsa Bremsur farnar að ískra og skruðningast. Þegar beygt var til hægri heyrðust skruðningar í bílnum. Óskoðaður Ljósapera að framan sprungin og að lokum töluðu þeir um að eitthvað væri að gírkassanum en ég held að þeir hafi nú bara verið að ljúga að mér með það. Ég gæti mögulega fengið 150 þús fyrir hann en ég þyrfti að eyða amk 50 þús til þess að gera það og mikið vesen og því ákvað ég bara að losna við hann sem fyrst. Í staðinn keypti ég mér Hyundai Tucson jeppling, fæddur september 2004 og er keyrður um 4100 km (var notaður sem reynsluakstursbíll). Nýr kostar svona stk 2.320.000 kr en ég fékk hann á 2.090.000 og var dráttarbeisli innifalið og heilsársdekk. Fyrir þá sem ekki hafa séð hann á mynd þá lítur hann út svona: Tucson/
|
Til hamingju með bílinn - þetta eru flottir bílar og ég væri meira en til í að eiga einn svona!
08:56 Joi
|
|