föstudagur, apríl 08, 2005
|
Skrifa ummæli
Dude
Tók þessa mynd í gærkvöldi og er bara skrambi ánægður með útkomuna ... held ég sendi þessa bara inn í apríl keppnina á DpChallenge, sé samt til.

Frekar lítið annars að frétta, hef staðið í ströngum ritdeilum við Sigurð alla vikuna og er hann búinn að gera þeim skil í pistli sínum :-)
Fór í fótbolta í hádeginu í dag og voru hásinarnar að stríða mér á báðum löppum og átti ég erfitt með að hlaupa, enda var ég arfaslakur og Kiddi öskraði á mig og var það bara hressandi.
Næsta fimmtudag förum við Sonja út til Danmerkur, en þar verður haldin árshátíð vinnunar hennar á laugardagskvöldið og komum við heim á sunnudaginn. Á föstudaginn ætlum við til Svíþjóðar að skoða okkur um á því svæði sem Sonja er ættuð (amma hennar var sænsk).
    
Að senda þessa mynd í keppni væri eins og að fara í rússneska rúllettu og treysta á heppni. Myndi endurskoða þetta eitthvað...
23:14   Anonymous Nafnlaus 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar