Föstudagskvöldið
Á föstudaginn var haldið upp á 10 ára afmæli MOBS (Meteorological Office Beer Society) eða eins og það kallast í daglegu tali Bjórvinafélag Veðurstofu Íslands. Fundurinn fór friðsamlega fram og var dagskráin með einföldu sniði, en þó hin besta skemmtun. Ég var fundarstjóri og átti svona að reyna að passa upp á að áætlunin héldist og gekk það svona næstum því, en ekki voru þó allir dagskrárliðir á réttum tímum, en við komumst þó í gegnum prógrammið. Um 19:23 fengum við svo framreiddan austurlenskan mat frá Kaffisetrinu og var eldað örugglega fyrir helmingi stærri hóp og alveg öruggt að enginn var svangur eftir þessa líka fínu máltíð og kostaði maturinn aðeins 1000 kr (heimsending innifalinn) á manninn (miðað við rúmlega 20 manns). Eftir matinn var haldið áfram með dagskránna og veitt verðlaun fyrir ýmis afrek sem unnin hafa verið á síðastliðnum 10 árum innan félagsins. Þegar öllum dagskrárliðum var lokið var gengið frá og héldu menn hver í sína átt, flestir fóru nú bara heim til sín, en ég ásamt 3 öðrum félögum skelltum okkur á 22 og sátum þar og röbbuðum um heima og geima og svo var dansað svolítið (í 2 klukkutíma), en þá var klukkan orðin hálf sex og tími til að koma sér í háttinn, enda þurfti ég að vakna snemma til að komast á fund hjá THS um morguninn.
|